Auglýsing

Ferðakona kom sér í lífshættu til að ná góðri mynd af Gullfossi: „Eins og öllum væri alveg sama“

Erlend ferðakona kom sér í lífshættu við að ná ljósmynd við Gullfossi á fimmtudaginn í síðustu viku. Konan hafði þá klifrað niður klettinn þar sem fólk skoðar jafnan fossinn. Linda Björk Kvaran birti mynd á Facebook sem hlotið hefur talsverða athygli en dóttir hennar, Sunna Lind tók myndina.

Sunna Lind er búsett í Noregi en var stödd við Gullfoss þegar atvikið átti sér stað. „Við héldum fyrst að einhver hefði misst jakkann sinn þarna niður en sáum fljótt að þetta var manneskja,“ segir hún í samtali við Nútímann.

Okkur þótti furðulegt að það væri enginn að biðja um hjálp en tókum svo eftir því að það var verið að taka myndir af henni.

Eftir að hafa tekið nokkrar myndir fór konan að klifra upp sem gekk brösulega að sögn Sunnu. Hún segir að aðrir ferðamenn sem sáu atvikið hafi ekki skipt sér af. „Það var eins og öllum væri alveg sama,“ segir Sunna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing