Auglýsing

Ferðamaður misbauð píanóleikara og kúkaði fyrir utan Hörpu: „Hef aldrei séð annað eins!“

Píanóleikarinn Ingi Bjarni Skúlason birtir ótrúlega frásögn á Facebook-síðu sinni í dag en hann varð vitni að því þegar ferðamaður kúkaði fyrir utan Hörpu um síðustu helgi.

Sjá einnig: Ferðamaðurinn kúkaði við hliðina á skilti sem benti á góða salernisaðstöðu í aðeins 50 metra fjarlægð

Ingi Bjarni var á Jazzhátíð Reykjavíkur og segist hafa séð marga flotta tónleika. „En það minnisstæðasta sem ég sá síðustu helgi tengdist ekki tónlist á nokkurn hátt,“ segir hann í færslu sinni á Facebook.

Ég var á leið inn í Eldborgarsal Hörpu og geng inn í salinn hægra megin. Á leið minni inn horfi ég út til að njóta útsýnisins. Þar sé ég allt í einu rass, kvenmannsrass á milli tveggja bíla á bílastæðinu.

Ingi lýsir svo því sem fyrir augu bar á ansi spaugilegan hátt. „Það sem kom út úr rassinum datt þarna niður á bílastæðið — ég horfði á það gerast! Ég hef aldrei séð annað eins!“

Hann segist sjá eftir að hafa ekki náð mynd af atvikinu en tónleikar Melismetiq voru í þann mund að hefjast. „Ég er ekki að grínast. Ég sá kúk koma út úr rassinum á ferðamanni fyrir utan Hörpu!“ segir hann.

„Þarna var einhver sem virkilega gaf skít í eitt helsta kennileiti Reykjavíkur: tónlistarhúsið Hörpu. Ég veit ekki — ég held ég myndi ekki kúka við Eiffel-turninn eða Big Ben.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing