Auglýsing

Ferðamenn smökkuðu kranavatn á Keflavíkurflugvelli í stórskemmtilegu myndbandi

Í nýju myndbandi frá Inspired by Iceland er ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli boðið upp á fjórar mismunandi tegundir af kranavatni. Barþjónninn Georg bauð uppá garðslöngukranavatn, baðvaskskranavatn, þvottahússkranavatn og bílskúrskranavatn.

Erlendir ferðamenn voru hrifnir af þessum framandi drykk sem kranavatn er og höfðu orð á því hve hressandi hann væri. Það kom flestum á óvart þegar það var útskýrt fyrir þeim hvað kranavatn þýddi í rauninni.

Ferðamenn eru hvattir til þess að draga úr plastnotkun og drekka kranavatn á ferð sinni um landið í markaðsherferð undir merkjum Inspired by Iceland í samstarfi við Umhverfisstofnun og hagaðila. Í herferðinni er lögð áhersla á að kynna íslenska vatnið sem lúxusvöru undir heitinu „Kranavatn” sem finna má ókeypis í næsta krana um allt land.

Sjá einnig: Ferðamenn hvattir til að draga úr plastnotkun og drekka kranavatn

Verkefnið er unnið undir merkjum Inspired by Iceland og sér Íslandsstofa um framkvæmd. Verkefnið er í samstarfi við Umhverfisstofnun og er styrkt að hluta af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Inspired by Iceland er markaðsverkefni í samstarfi stjórnvalda og fyrirtækja og eru helstu aðilar Icelandair, Icelandic og Samtök ferðaþjónustunnar sem fulltrúar fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing