Auglýsing

Fíkniefnasala og ólöglegir leigubílstjórar í miðborginni

-Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skráði sextíu mál í LÖKE-kerfi embættisins frá því klukkan 17:00 í gær til 05:00 í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þegar litið er á hana nánar kemur í ljós að verkefnin voru jafn mismunandi og þau voru mörg.

Eitt af þessum verkefnum snéri að áframhaldandi útttekt á stöðu leigubílstjóra í miðborg Reykjavíkur. Nútíminn greindi frá því í gær að lögreglan hefði haft ýmislegt að segja um aðbúnað tæplega fimmtíu leigubílstjóra en sá hópur fer nú stækkandi ef marka má dagbókina.

„Höfð voru afskipti af 5 leigubifreiðastjórum og voru þeir boðaðir í frekari skýrslutöku,“ segir í dagbókinni. Önnur verkefni voru eftirtöld, skipt niður eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:

Tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í verslun í hverfi 101, honum vísað út

Tilkynnt um slagsmál í hverfi 101, ekkert að sjá er lögreglan kom á vettvang

Tilkynnt um innbrot, þjófnað úr bifreið í hverfi 107, gerandi ókunnur

Höfð voru afskipti af 5 leigubifreiðastjórum og voru þeir boðaðir í frekari skýrslutöku

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 220, gerandi ókunnur

Tilkynnt um innbrot og þjófnað úr geymslu í hverfi 220, gerandi ókunnur

Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 210 á 142 kmh þar sem hámarks hraði er 80 kmh ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku

Einn maður handtekinn í hverfi 210 vegna gruns um sölu fíkniefna, hún vistuð í fangageymslu

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 200, minniháttar meiðsli

Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 201, engin meiðsli á fólki og minniháttar eignatjón

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 113, ökumaður grunaður um ölvun við akstur, flutt á bráðamóttökuna til frekari skoðunar og blóðsýnatöku

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing