Lífið leikur við Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata þessa dagana. Ekki nóg með að fylgi flokks rjúki upp þessa dagana þá vinnur hann hvern sigurinn á fætur öðrum í einkalífinu.
Nútíminn tók saman fimm ástæður fyrir því að ef Helgi væri hundur — þá væri hann glaðasti hundir í heimi.
1. Hann fann ástina
Helgi Hrafn og Inga Auðbjörg trúlofuðu sig um helgina. Þau tilkynntu þetta á Facebook og viðbrögðin stóðu ekki á sér: Rúmlega þúsund manns hafa lækað trúflofunarfærsluna og tugir hafa óskað þeim til hamingju. Nútíminn óskar parinu að sjálfsögðu einnig til hamingju! Myndin er af Facebook-síðu Helga.
2. Fylgi Pírata hefur aldrei verið meira
Píratar mælast með 22 prósent fylgi samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups, sem er nær helmings aukning frá síðustu mælingu. Hver könnun á fætur annarri hefur sýnt Pírata með rúmlega 20 prósent fylgi undanfarnar vikur.
3. Hann fær bílprófið á ný á næstunni
Nútíminn greindi frá því að dögunum að Helgi Hrafn leitaði til Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þegar hann þurfti að láta endurmeta ökuréttindi sín. Fyrsta ökuferðin þeirra saman var í Verzló þar sem þeir tóku þátt í umræðum um áfengisfrumvarp Vilhjálms.
Helgi tók bílprófið á sínum tíma en trassaði að endurnýja ökuskirteinið fyrir 15 árum. Hann hefur notað Strætó og gengið síðan en lengi hefur staðið til að endurnýja ökuskirteinið.
4. Bubbi styður Pírata
Bubbi Morthens hefur tilkynnt á Facebooksíðu sinni að hann ætli að kjósa Píratana í næstu kosningum. Þetta sætir tíðindum þar sem stutt er síðan Bubbi og Helgi Hrafn tókust á um niðurhal á tónlist í þættinum Sunnudegi á RÚV.
5. Píratar eru til í alvöru
Ólíkt því sem áður var talið.
Og þess vegna er Helgi Hrafn glaðasti hundur í heimi.