Gylltar tær Maríu Ólafs vöktu mikla athygli í vikunni, hér heima og í Austuríki. Hún vann íslensku undankeppnina berfætt og virðist ekki ætla breyta sigurformúlunni í keppninni ytra.
Í frétt á vef austurríska ríkissjónvarpsins ORF þykir það tíðindum sæta að María hafi verið berfætt á fyrstu æfingunni í vikunni. Þá er sérstaklega tekið fram að berfættar söngkonur hafi áður unnið keppnina.
Sjá einnig: María Ólafs með gylltar tær í Vín
Það er hárrétt hjá kollegum okkar í Austurríki. Fimm söngkonur hafa unnið keppnina berfættar.
Hin breska Sandie Shaw reið á vaðið þegar hún sigraði keppnina árið 1968. Sigurinn þykir eftirminnilegur meðal annars vegna þess að hún var berfætt. Sumir tala meira að segja um að það hafi verið leynivoppnið sem tryggði sigurinn í keppninni.
Sertab Erener var svo berfætt á sviðinu í Lettlandi árið 2003 þegar hún vann keppnina fyrir Tyrkland.
Sykursnúðurinn Dima Bilán var einnig berfættur þegar hann keppnina fyrir Rússland árið 2008.
Og Loreen var berfætt þegar hún vann keppnina fyrir Svíþjóð árið 2012 með stórsmellinum Euphoria.
Loks var Emmelie de Forest berfætt þegar hún vann keppnina í Svíþjóð árið 2013.
María Ólafs stígur á svið á fimmtudaginn í næstu viku í seinni forkeppni Eurovision og flytur framlag Íslands, Unbroken.