Auglýsing

Fimm hlutir sem gott er að hafa í huga áður en þú millifærir á fyrirframgreitt kort!

Í tilefni af umfjöllun Nútímans um Bónuskortin að þá höfum við sett saman lista yfir fimm atriði sem gott er að hafa í huga áður en þú leggur fjármuni inn á fyrirframgreidd kort – jafnvel hjá einhverjum sem þú kannt engin deili á og kemur fram nafnlaust í hinum ýmsu Facebook-hópum.

Listinn er alls ekki tæmandi en ætti að hjálpa þér að taka rétta ákvörðun. Það er gott að hjálpa öðrum og það eru margir þarna úti með virkilega fallegt hjarta en því miður leynast inn á milli óprúttnir aðilar sem þurfa enga aðstoð heldur beita blekkingum til þess að safna stórum fjárhæðum inn á þessi kort sem eru svo notuð til þess að kaupa fíkniefni.

  1. Kannaðu áreiðanleika: Áður en þú býður fram aðstoð þína – eins og með millifærslu á Bónuskort – reyndu þá að kanna lögmæti beiðninnar. Er umsækjandinn nafnlaus eða kemur hann fram undir nafni í hópi á Facebook sem þú þekkir vel til?
  2. Beinar gjafir: Í stað þess að leggja inn á Bónuskortið þá skaltu íhuga að gefa beint til góðgerðarsamtaka eða matvælabanka. Þau hafa kerfi til að tryggja að aðstoð þín nái til þeirra sem þurfa raunverulega á henni að halda
  3. Persónuleg nálgun: Ef mögulegt er, og öruggt, íhugaðu þá persónulega nálgun. Þú getur til dæmis boðist til að kaupa matvæli beint fyrir þann sem þarfnast hjálpar. Þessi aðferð útilokar áhættuna á því að kortið sé notað í annarlegum tilgangi.
  4. Settu mörk: Ef þú kýst að nota aðferðina með Bónuskortinu þá skaltu íhuga að setja mörk á aðstoðina þína. Smáar, tíðar gjafir eru auðveldari að fylgjast með og eru síður líklegar til að vera misnotaðar í stórum stíl.
  5. Veldu af kostgæfni: Það eru fjölmargir þarna úti sem eiga svo sannarlega um sárt að binda. Stór hópur þeirra kemur fram undir nafni. Líttu til þess hóps. Það er töluvert ólíklegra að fólk sem kemur fram undir nafni sé að villa á sér heimildir. Þetta er Facebook – þú getur alltaf skoðað prófíl viðkomandi og hvort hann hafi verið búin til í síðustu viku eða hvort þetta sé raunveruleg manneskja.

Fyrir þá sem vilja styrkja félagasamtök sem sérhæfa sig í að hjálpa þeim sem minna mega sín þá bendum við á eftirtalda aðila:

Hjálparstarf kirkjunnar

Skrifstofan er opin alla virka daga klukkan 10 – 15. Símsvörun í síma 528 4400 er klukkan 10 – 15. Á vefsíðu þeirra er hægt að sækja um neyðaraðstoð.

Almennur styrktarreikningur
Reikningsnúmer 0301-26-2270
Kennitala: 450670-0499

Styrktarreikningur fyrir hjálparstarf innanlands
Reikningsnúmer: 0334-26-27
Kennitala: 450670-0499

Mæðrastyrksnefnd

Hægt er að styðja starfsemi Mæðrastyrksnefndar með því til dæmis að leggja beint inn á reikning samtakanna. Þá er hægt að sækja um aðstoð á vefsíðu Mæðrastyrksnefndar hér.

Reikningsnúmer: 0101-26-35021
Kennitala: 470269-1119

Rauði krossinn á Íslandi

Rauði krossinn veitir margvíslega aðstoð og þjónustu. Hægt er að fræðast um það sem boðið er upp á með því að smella hér.

Reikningsnúmer: 0342-26-555
Kennitala: 530269-2649

Ef þú ert í hjálparsamtökum sem veita aðstoð innanlands og við höfum ekki birt upplýsingar um þjónustu ykkar hér að ofan ekki þá hika við að senda okkur línu á ritstjorn@nutiminn.is og við bætum því á listann okkar.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing