Það er föstudagur, helgin er framundan. Veðurspáin er ekki frábær; suðaustan 8-15 m/sek, rigning sunnan- og vestantil en skýjað með köflum um landið norðaustunvert og úrkomulítið. Hiti 6 til 14 stig.
Það er þó engin ástæða til að örvænta, Nútíminn hefur tekið saman fimm hluti fyrir þig sem þú gætir haft fyrir stafni um helgina.
1. Lærðu að halda nokkrum boltum á lofti í einu
Það er gott fyrir heilann að læra nýja hluti og vinir þínir verða örugglega dolfallnir þegar þeir sjá þig leika listir þínar. Farðu eftir þessum leiðbeiningum og þú gætir skarað fram úr.
2. Æfðu þig að poppa popp í öllum regnbogans litum
Einu sinni voru ekki til örbylgjuofnar á flestum heimilum og þá poppuðum við í potti. Hitaðu olíu í potti og settu poppbaunir út í. Eftir smá stund fara baunirnar að hoppa og skoppa í pottinum og breytast í hvítt, gómsætt poppkorn. Ef þú setur smá matarlit í olíuna með poppbaununum verður poppið litað.
3. Hámaðu í þig eina sjónvarpsþáttaröð
Athugaðu hvað Netflix hefur upp á að bjóða. Nú er rétti tíminn til að hámhorfa á heila sjónvarpsþáttaröð á meðan vindurinn gnauðar úti og rigningnin lemur rúðurnar.
Þú gætir til dæmis kynnst mæðgunum Lorealai Gilmore og Lorelai Lee Gilmore (e. Gilmore Girls). Sjö seríur voru gefnar út um málglöðu mæðgurnar og í nóvember er von á fjögurra þátta seríu um þær á Netflix sem ber titilinn A Whole Year in Life.
4. Leitaðu á náðir Wikipedia
Hefur þig alltaf langað til að kunna reglurnar í leiknum Kubbi upp á tíu? Hefur þú setið í fjölskylduboði og fundist þú ekki geta rætt bresku kóngafjölskylduna við Stínu frænku? Veistu hvaða þjóð vann Eurovision 1976? Nú er rétti tíminn til að fræðast.
5. Lærðu að gera Origami
Þú þarft þolinmæði, mikla þolinmæði, pappír og leiðbeiningar sem meðal annars má fá á internetinu. Einhver sagðist ætla að mála allan heiminn fyrir elsku mömmu. Þú ætlar að glæða pappírinn lífi! Fílar, svanir, bátar… nefndu það. Við lærum svo lengi sem við lifum.