Auglýsing

Fimm konur saka Louis C.K. um kynferðislega áreitni

Fimm konur hafa stigið fram og sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni fyrir rúmum áratug. New York Times greinir frá þessu. Fjórar kvennana hafa komið fram undir nafni en ein kýs að að gera það undir nafnleynd. Hann hefur ekki tjað sig um málið.

Í umfjöllun New York Times segir að grínistann sem meðal annars hefur hlotið Emmy-verðlaun hafi boðið kollegum sínum, þeim Juliu Wilov og Dönu Min Goodman í partý eftir sýningu. Þar hafi hann spurt þær hvort hann mætti taka út á sér liminn á sér og fróa sér fyrir framan þær, sem hann svo gerði.

Í viðtalinu greinir önnur kona, Abby Schachner frá símtali sem hún átti við Louis þar sem hun segir að ekki hafi farið á milli mála að hann hafi verið að fróa sér. Fjórða konan, Rebecca Corry hefur keimlíka sögu að segja af Louis en hann á að hafa spurt hana árið 2005 hvort hann mætti fróa sér fyrir framan hana.

Fimmta konan sem ekki vill láta nafns síns getið segir að hún hafi unnið með Louis að þáttunum The Chris Rock Show. Þar hafi hann oftar en einu sinni beðið hana að horfa á sig meðan hann fróaði sér.

Louis sjálfur hefur neitað að tjá sig um málið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing