Auglýsing

Fimm nýir rafvagnar hjá Strætó

Fimm nýir raf­vagn­ar Strætó eru vænt­an­leg­ir til lands­ins í dag og bú­ast má við því að þeir verði teknir í notkun um miðjan ágúst.

Strætó festi kaup á 14 rafvögnum frá kínverska framleiðandanum Yutong á síðasta ári. Fyrstu fjórir komu til landsins í mars á þessu ári og í dag bætast fimm við. Síðustu fimm vagnarnir eru svo væntanlegir í vetur samkvæmt tilkynningu frá strætó.

Rafvagnarnir hafa reynst afar vel fram til þessa samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Strætó.

„Þetta var stórt stökk fyr­ir okk­ur og að miklu að huga þegar við feng­um fyrstu raf­vagn­ana. Við kom­um upp nýj­um hleðslu­stöðvum, það þurfti að þjálfa starfs­fólkið okk­ar og síðan þurft­um við að prófa bíl­ana á mis­mun­andi leiðum. Heilt yfir hef­ur þetta gengið afar vel og flest­ir virðast afar ánægðir með nýju og hljóðlátu vagn­ana okk­ar,“ er haft eft­ir Jó­hann­esi í tilkynningu.

Hingað til hefur ekki verið mögulegt að hafa rafvagnana í akstri yfir heilan dag en það mun breytast með tilkomu nýrrar hleðslustöðvar.

„Eins og staðan er núna þá eru raf­vagn­arn­ir að aka á tví­skipt­um vökt­um. Þeir aka á morgn­ana til ca. 10:00 og fara síðan í hleðslu á höfuðstöðvum okk­ar að Hest­hálsi. Þeir eru síðan aft­ur send­ir út um 14:00 leytið og eru að keyra fram á kvöld. Við eig­um von á nýrri hleðslu­stöð síðar á þessu ári og við erum enn að meta það hvar henni verður komið fyr­ir. Eins og staðan er núna, er lík­leg­ast að hún verði sett í Mjódd­ina eða í Spöng,“ seg­ir Jó­hann­es.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing