Opnun Costco í Kauptúni fór ekki framhjá neinum en verslunin hefur einokað umræðuna á Íslandi í sumar. Í dag ræðir fólk ekki lengur um veðrið heldur verðið í Costco. Nú þegar allir eru búnir að fara í Costco ræðir fólk reyndar hvaða það keypti í Costco og ráðleggur hvert öðru hvað það eigi að kaupa þar sem fæst alls ekki annars staðar.
En sá þetta einhver fyrir? Vissi einhver að risaverslun í Garðabæ myndi trekkja að sér ótrúlegan fjölda fólks á hverjum degi? Sá einhver fyrir að ein bensínstöð myndi ná 15 prósent af markaðnum? Og að verslunarrisinn Hagar myndi senda frá sér tvær afkomuviðvaranir á skömmum tíma eftir opnun Costco?
Svarið er já. South Park sá þetta fyrir.
Níundi þátturinn í áttundu seríu South Park fjallar um þegar risaverslunin Wall-Mart opnar í bænum (þátturinn átti að sjálfsögði við Walmart en breytti nafninu til að forðast lögsók). Þátturinn fór í loftið árið 2004 en ýmislegt sem gerist í honum er ekki ólíkt því sem gerðist á Íslandi í kjölfarið á opnun Costco.
Wall-Mart hrifsaði til sín markaðshlutdeild og það var alltaf brjálað að gera, sama hvað klukkan var — svipað og í Costco
Að koma inn í Costco var ný upplifun fyrir marga Íslendinga – rétt eins og íbúa South Park
Þegar Costco opnaði fóru flestir að versla en margir að skoða. Allir komu hins vegar út með eitt: Klósettpappír í meira magni en áður hefur sést
Facebook-hópurinn Keypt í Costco – myndir og verð hefur rakað til sín tæplega 90 þúsund meðlimum og er á skömmum tíma orðin eitt stærsta samfélag landsins. Þar talar fólk oftar en ekki um að vörurnar í Costco séu betri en aðrar vörur og ef eitthvað er dýrara í Costco en annars staðar, þá er fólk yfirleitt með útskýringarnar á reiðum höndum. Fólk sagðist meira að segja hafa fundið hamingjuna í Costco!
Það er svolítið eins og Costco hafi eitthvað vald yfir fólki, sem aðrar verslanir hafa ekki. Alveg eins og í South Park
Fólk kaupir vörur í miklu magni — stundum vörur sem það vissi ekki að það þyrfti á að halda. Alveg eins og í South Park
Þetta er ótrúlegt! En ef þú trúir okkur ekki, þá geturðu horft á þáttinn hér.