Auglýsing

Fínkemba svæðið í 300 metra radíus frá staðnum þar sem síðast sást til Birnu, leit hafin í Reykjavík

Sérhæft björgunarsveitafólk Landsbjargar mun fínkema svæðið í þrjúhundruð metra radíus frá Laugavegi 31 í miðbæ Reykjavíkur þar sem síðast sást til Birnu Brjánsdóttur á eftirlitsmyndavélum aðfaranótt laugardags.

Lögregla óskaði í morgun eftir aðstoð björgunarsveita og eru fyrstu hópar lagðir af stað.

Sjá einnig: Landsbjörg hefur leit að Birnu í miðbæ Reykjavíkur, bílstjórinn ófundinn

Síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu í Reykjavík. Hún sést í eftirlitsmyndavélum ganga eins síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi nr. 21 þar sem hún hverfur sjónum um kl. 5.25.

Samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini G. Gunnarssyni, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, mun sérhæft björgunarsveitafólk fínkemba svæðið.

Um er að ræða fólk sem hefur sérmenntað sig í leitarfræðum, í hegðun týndra og er þjálfað í að sjá og greina ýmsar vísbendingar sem hugsanlega fara framhjá öðrum.

Fólkið mun fínkemba svæðið, þ.e. skoða öll skúmaskot, lyfta öllu við og skoða þar sem þörf er á.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú úr miklu magni upplýsinga sem hafa borist í dag og um helgina.

Sjá einnig: Eftirlitsmyndavélar sýna Birnu á gangi eina síns liðs í miðborginni

Lögregla vill ná tali af ökumanni rauðrar Kia Rio sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús nr. 31, kl. 5.25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá lögreglu hefur ökmaðurinn ekki gefið sig fram.

Ökumaðurinn er ekki grunaður um neitt saknæmt, lögregla vill aðeins kanna hvort hann geti gefið upplýsingar sem koma að gagni við leitina að Birnu.

Í því skyni að leita upplýsinga um ferðir Birnu biður lögreglan ökumann rauðu bifreiðarinnar að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109 sem allra fyrst. Þá biður lögreglan alla þá sem voru á ferðinni á þessum slóðum um kl. 05:25 aðfararnótt 14. janúar sl., og kynnu að hafa veitt Birnu Brjánsdóttur athygli að hafa samband við lögreglu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing