Auglýsing

Fjallabræður sungu Ferðalok fyrir Guðna á afmælisdaginn: „Ef maður þykist alltaf vita sín takmörk nær maður aldrei að fara skrefinu lengra en síðast”

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er fimmtugur í dag. Hann þakkaði fyrir kveðjunnar sem honum hafa borist á afmælisdaginn í Facebook færslu rétt í þessu og birti stórskemmtilegt myndband þar sem Fjallabræður syngja lagið Ferðalok fyrir hann og Elizu Reid forsetafrú í tilefni dagsins.

Guðni segir að það sé dýrmætt að fá að fagna þessum tímamótum við góða heilsu, með yndislega fjölskyldu og vini nærri. Dagurinn hjá honum hófst með göngu upp á Helgafell ofan Hafnarfjarðar áður en að leiðin lá aftur á Álftanes.

Sjá einnig: Guðni Th fagnar fimmtugsafmælinu í faðmi fjölskyldunnar og mun að sjálfsögðu horfa á landsleikinn

Þar tóku Fjallabræður á móti þeim hjónum og sungu lagið Ferðalok fyrir þau með glæsibrag eins og má sjá á myndbandinu hér að neðan.

Að lokum nýtti Guðni tækifærið og óskaði strákunum okkar í Rússlandi góðs gengis í leiknum gegn Króatíu í kvöld.

„Og nú er stóri leikurinn framundan! Frá Bessastöðum sendum við Eliza bestu kveðjur til strákanna okkar úti í Rússlandi. Allt getur gerst! Þetta er bara eins og fjallganga: Tindurinn er þarna og leiðin er löng en hún styttist með hverju skrefi. Og ef maður þykist alltaf vita sín takmörk nær maður aldrei að fara skrefinu lengra en síðast. Koma svo, áfram Ísland!”

Sjáðu Fjallabræður syngja fyrir Guðna og Elizu

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing