Auglýsing

Fjallið Fan y Big var lækkað í tign: Ekki lengur fjall heldur hæð eftir nýjar mælingar

Það fór illa fyrir fjallinu Fan y Big í Brecon Beacons í Suður-Wales en það var nýlega lækkað úr fjalli í hæð, að því er kemur fram á vef BBC. 

Hewitts-listinn heldur utan um skráningar yfir fjöll á Englandi, Wales og Írlandi en til þess að falla undir skilgreiningu listans yfir fjall þarf það að vera yfir 609,6 metrar á hæð og bilið á milli hæsta og lægsta punkt þess þarf að vera að minnsta kosti 30 metrar.

Fan y Big er 716 metra hátt og því yfir viðmiðunarhæðinni, 609,6 metrum, en bilið á milli hæsta og lægsta punkts þess er 28,5 metrar og því vantar aðeins 1,5 metra upp á að fjallið falli undir skilgreininguna.

Það var Myrddyn Philips frá Welshpool sem mældi fjallið um daginn með gervihnattamerkjum og komst að þessari niðurstöðu.

Þjóðgarðurinn í Brecon Beacons greindi síðan frá fréttunum á Facebook-síðu sinni á spaugilegan hátt.

„Við tilkynnum með sorg í hjarta að vegna nýrra gagna höfum við misst eitt af fjöllunum okkar. Fan y Big, sem er hluti af Pen y Fan-hryggnum, missti stöðu sína sem fjall vegna nýrra mæligagna sem sýndu að það féll ekki undir ströng skilyrði flokkunnar fjalla“

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing