Auglýsing

Fjarlæga egg úr nýjum salat emoji til að höfða til þeirra sem eru vegan

Emoji-táknin sem fólk notar til þess að tjá tilfinningar í gegnum snjalltækin sín eru sífellt að verða meira áberandi. Á dögunum kom út ný uppfærsla þar sem meðal annars rauðhærðir og sköllóttir fengu sína eigin „emoji-a” í fyrsta skipti.

Auk þess sem 157 ný tákn voru í nýju uppfærslunni voru einnig gerðar breytingar á gömlum táknum. Breytingin sem hefur vakið mesta athygli er á salat-emoji nokkrum. Forritarar hjá Google hafa fjarlægt egg úr salat skálinni til þess að höfða meira til þeirra sem eru vegan.

Sjá einnig: Emoji-ferskjan lítur aftur út eins og rass í iPhone og fólk getur tekið gleði sína á ný

Jennifer Daniel, sem sér um hönnun á emoji-táknum hjá Google frumsýndi nýja salat-emojiinn á Twitter í gær. „Hjá Google hugsum við mikið um heildina og fjölbreytileika. Ef þið þurfið sönnun á því þá kynni ég hér með fyrir ykkur nýjan salat-emoji.”

Notendur hafa kvartað yfir því að nýja salatið sé frekar tómlegt og að það væri hægt að gera meira við skálina án þess að hafa vörur tengdar dýrum. Dæmi hver fyrir sig en breytinguna má sjá hér að neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing