Stefán Karl Stefánsson, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar og baráttumaður gegn einelti, lést í gær 43 ára að aldri. Fjölmargir hafa minnst hans á samfélagsmiðlum eftir fréttir bárust af andláti hans.
Það er óhætt að segja að Stefán hafi verið áhrifamikill og snert við mörgum. Falleg minningarorð og samúðarkveðjur má sjá um alla netheima og frá öllum heimshornum.
Leikarinn Ólafur Darri minntist Stefáns á Facebook síðu sinni og segir að það sé erfitt að hugsa sér heiminn án hans.
Jón Ólafsson minnist Stefáns sem stórkostlegs listamanns. Framlag Stefáns til menningarmála og eineltisumræðunnar verði seint fullþakkað.
Gísli Marteinn minnist þess þegar Stefán kom inn í vinahóp hans.
Dóri DNA, Auðunn Blöndal, Steindi Jr. og Bragi Valdimar vottuðu leikaranum virðingu sína á Twitter.
https://twitter.com/DNADORI/status/1031976604027760640
Stefán Karl sendi mér tvisvar skilaboð um ævina og bæði voru pepp þegar að ég var að fá leiðindi á netinu! Þín verður saknað fallegi maður!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 21, 2018
Elsku Stefán Karl, ég þekkti þig lítið en virti þig mikið. Frábær listamaður sem verður sárt saknað. Samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina ❤
— Steindi jR (@SteindiJR) August 21, 2018
Andstyggðar mein,
sem tekur allt og tærir.
Fæðir myrkrið og fellir stjörnur.
Við heift þinni eigum við aldrei svar.En þú meinar engum minningar.
Farðu í friði Stefán.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) August 21, 2018
Þá hafa erlendir fjölmiðlar fjallað um andlát Stefáns en fjölmiðlar á borð við BBC, CNN, og Daily Mail, fjölluðu um andlát hans í gær. Rifjuð eru upp gömul ummæli Stefáns um hve tíminn sé dýrmætur.
„Það er ekki fyrr en að manni að sagt að maður muni deyja fljótlega, sem að maður áttar sig á hve stutt lífið er. Tíminn er það dýrmætasta í lífinu því hann kemur aldrei aftur og hvort sem að maður eyðir honum í örmum ástvina eða í fangelsisklefa, þá er lífið það sem að maður nýtir tímann í. Látið ykkur dreyma stóra drauma.“
CNN rifja einnig upp ummæli hans um Latabæ á samfélagsmiðlinum Reddit á síðasta ári. „Að skemmta og fá krakka til að hlæja er uppáhaldið mitt,“ sagði Stefán Karl.
Þúsundum kveðja hefur rignt inn á Facebook frá aðdáendum leikarans um allan heim. Það var Steinunn Ólína eiginkona Stefáns sem greindi frá fréttum af andláti Stefáns á Facebook síðu sinni. Við færsluna hafa yfir 24 þúsund manns vottað virðingu sína og hátt í 10 þúsund deilt henni á innan við sólarhring.