Auglýsing

Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Bauðst til að skutla mér á djammið í staðinn fyrir að fá að ríða mér“

238 Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Yfirlýsingunni fylgja 72 sögur kvenna.

Þær bætast því í hóp kvenna innan sviðlista- og kvikmyndagerðar, stjórnmála, vísinda, tækni, réttarvörslu og tónlistar sem fram undanfarnar vikur.

„Núverandi ástand er ekki boðlegt. Við krefjumst breytinga og skorum á íslenska fjölmiðla að taka meðfylgjandi frásagnir alvarlega, setja sér siðareglur varðandi áreitni og kynferðislegt ofbeldi, og fylgja þeim eftir. Gjarnan er talað um fjölmiðla sem fjórða valdið. Við komum hér saman undir formerkjum fimmta valdsins #fimmtavaldið. Sameinaðar höfum við áhrif,“ segir í yfirlýsingunni.

Ein af þeim sem leggja fram nafnlausa sögu segir frá því þegar henni var boðið far í skiptum fyrir kynlíf.

Einn fjölmiðlamaður bauðst til að skutla mér á djammið í staðinn fyrir að fá að ríða mér. Ég hafnaði þessu boði og fannst það ekki viðeigandi og benti viðkomandi á það. Þá svaraði hann: „Hva, getur þú ekki riðið mér eins og hverjum öðrum?“ Ég hef ekki fengið fleiri ljósmyndaverkefni hjá viðkomandi miðli eftir að ég sagði nei.

Önnur saga segir frá óviðeigandi ljósmyndurum

Fyrir 11 árum hóf ég störf sem blaðamaður og fór að vinna hjá stóru fjölmiðlafyrirtæki. Ég var vöruð við ákveðnum ljósmyndurum sem voru víst pervertar. Þetta var bara sagt við mig eins og ekkert væri eðlilegra um leið og mér var bent á hvar mötuneytið og prentarinn var staðsettur. Innan mánaðar byrjaði áreitni sem snérist um að benda mér á í hverju ég var ef ég var að tala fyrir framan hóp af fólki: „Er þér ekki kalt í klofinu í þessu stutta pilsi?“ og „Leyfðu mér að sjá hvað stendur á rassgatinu á þér“ (gallabuxur með lógó) – ég endaði á því að forðast að tala ef ákveðnir pervertar voru á svæðinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing