Auglýsing

Fjölmiðlar fjölmenntu óvænt á málræktarþing, voru að leita að Guðna forseta

Hópur fjölmiðlafólks birtist skyndilega eins og þruma úr heiðskíru lofti í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins þar sem stendur yfir málræktarþing Íslenskrar málnefndar.

Ástæðan var þó ekki mikill áhugi þeirra á efni þingsins, heldur vildu fjölmiðlar vita hver næstu skref hjá forseta Íslands yrðu í ljósi þess að stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hefur verið slitið.

Þetta kemur fram á vef RÚV.

Guðni Th. Jóhannesson setti þingið og flutti ávarp. Í frétt RÚV segir að hann hafi slegið á létta strengi við fjölmiðlafólkið og sagði að gaman væri að sjá áhuga þeirra á stöðu íslenskrar tungu.

Sagðist hann ætla að taka eitt skref í einu þegar hann var spurður að því hvort hann ætlaði að hitta aðra stjórnmálaleiðtoga eftir fund sinn með Bjarna Benediktssyni sem hefst kl. 17 á Bessastöðum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing