Auglýsing

Fjölmörg útköll vegna hrollvekjandi trúða um helgina: Trúðaæðið berst til Englands

Lögreglunni á Englandi barst fjölmargar beiðnir um aðstoð um helgina vegna hrekkjalóma sem klæddu sig upp sem hrollvekjandi trúðar til að hræða fólk.

Í lok sumars bárust fréttir af sambærilegum atvikum í Bandaríkjunum en nú virðist sem hrekkjalómar í Englandi, Kanada og Ástralíu hafi gripið boltann og haldið áfram að hræða fólk.

Lögregla í Thames Valley í Englandi var kölluð út fjórtán sinnum vegna hrollvekjandi trúða á einum sólarhring um helgina.

Þrítugur maður var handtekinn í Norwich eftir að einhver klæddur sem trúður stökk út úr tré og hræddi líftóruna úr konu í almenningsgarði. Þá voru fjögur börn elt í skólann af manni í samskonar búningi.

Þá hefur verið gripið til þess að loka skólum í Texas og Alabama í Bandaríkjum vegna trúðaæðisins. Lögregla handtók marga vegna málsins, bæði þá sem klæddu sig upp í trúðabúning til að hræða aðra en einnig fyrir falskar tilkynningar.

Málið er meðal annars inn á borð Barack Obama, forseta Bandaríkjanna en fréttaritari hans var spurður um afstöðu hans til trúðaæðissins á fimmtudaginn í síðustu viku.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing