Auglýsing

Fjölnota eyrnapinnar nýjasta æðið

Last swab er nýtt fyrirtæki sem að hannar fjölnota eyrnapinna með það markmið að minnka einnota eyrnapinnum sem að safnast upp í sjónum okkar. Eyrnapinnar eru flestir úr plasti og við vitum öll að það tekur 1000 ár fyrir plast að leysast upp. Ímyndum okkur að hver og ein manneskja á jörðinni sturti niður einum eyrnapinna á allri sinni lífstíð, það eru meira en 7,5 milljarðar eyrnapinna sem enda í sjónum. Augljóst er þó að hver manneskja sturtar ekki aðeins niður einum eyrnapinna alla sína lífstíð og við getum rétt ímyndað okkar þegar þeir verða 2, 3, 4…. eða miklu fleiri.

Eyrnapinnar menga sjóinn okkar og gera lífverum hans lífið leitt. Myndband var birt af skjaldböku sem var með eyrnapinna fastan í nefinu og hægt er að sjá hversu miklum sársauka litla greyið fann fyrir. fólkið sem fundu skjaldbökuna reyndu að draga pinnann út sem þau gerðu en það gekk hægt og erfitt er að horfa á myndbandið án þess að fá hroll. Hægt er að sjá myndbandið hér

 

Mælum með að næla sér í eitt stykki eða tvö, bjargar sjávardýrunum okkar á meðan þú sparar pening, því þú munt aldrei þurfa að kaupa pakka af eyrnapinnum aftur!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing