Auglýsing

Fjölskylda Amy Winehouse ósátt við heimildarmynd um söngkonuna

Fjölskylda Amy Winehouse gagnrýnir væntanlega kvikmynd um söngkonuna, sem lést árið 2011. Myndin, sem heitir einfaldlega Amy, verður frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í næsta mánuði.

Fjölskyldan hafði gefið samþykki sitt fyrir gerð myndarinnar ásamt því að taka þátt í framleiðslunni. Í vikunni afneituðu þau hins vegar verkefninu.

Framleiðendurnar myndarinnar segjast hafa nálgast verkefnið á hlutlausan hátt og að myndin sé ávöxtur þess sem kom í ljós eftir að hafa tekið viðtöl við tugi manns sem þekktu og/eða störfuðu með Amy Winehouse.

Mitch Winehouse, faðir Amy, er sérstaklega ósáttur við hvernig hann kemur út í myndinni og segir meðal annars í viðtali við The Guardian að kvikmyndagerðarmennirnir hafi viljandi skrumskælt þar sem hann sagði um að dóttir hans þyrfti ekki á meðferð að halda.

Hann fékk að sjá myndina á dögunum og sagði framleiðendunum í kjölfarið að þeir ættu að skammast sín.

Leikstjóri myndarinnar er Asif Kapadia en hann leikstýrði einnig hinni farsælu Senna, sem fjallaði um brasilíska ökuþórinn Ayrton Senna sem lést árið 1994.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing