Raunveruleikastjarnan og drottning samfélagsmiðlanna, Kim Kardashian, hefur ekki enn rofið þögnina eftir að hún var rænd í íbúð í París í Frakklandi fyrir rúmri viku, eða sunnudagskvöldið 2. október. Hún er vön því að vera mjög virk á Instagram, Snapchat og Twitter.
Málið er enn í rannsókn en hingað til hefur lögregla sagt að mögulegt sé að umfjöllun Kim um einkalíf sitt og auð sinn hafi vakið áhuga ræningjanna. Þeir komust undan með gríðarleg verðmæti.
Sjá einnig: Kim eflir öryggisgæsluna eftir ránið, tveir öryggisverðir munu fylgja henni hvert sem hún fer
Í síðustu færslunum greindi hún vandlega frá heimsókn fjölskyldunnar til Parísar en eftir það hefur hún ekki deilt neinu. Fjölskylda Kim fylgdi í fótspor hennar og lét lítið eða ekkert í sér heyra á samfélagsmiðlum eftir ránið. Þau rjúfa nú þögnina eitt af öðru og byrjuðu flest með færslu þar sem þau senda Kim uppörvandi skilaboð.
Sérfræðingar segja að Kim gæti tapað 800 þúsund pundum á mánuði, eða sem samsvarar rúmlega 113 milljónum íslenskra króna, haldi hún þögninni áfram. Þá hefur tökum á raunveruleikaþætti fjölskyldunnar, Keeping up with the Kardashians, verið frestað um óákveðinn tíma.
Kris Jenner, móðir Kim, deildi texta á Twitter í morgun en það var fyrsta færsla hennar eftir ránið.
Sagðist hún vera þakklát fyrir fjölskyldu sína og að hún elskaði hana meira en orð fá lýst
#blessed #family #love #grateful pic.twitter.com/czdQvDE3Ll
— Kris Jenner (@KrisJenner) October 10, 2016
Kourtney Kardashian, systir Kim, fór með henni til Parísar. Hún var aftur á móti úti með systur þeirra Kendall og öryggisverði þeirra þegar ránið átti sér stað. Hún rauf þögnina á samfélagsmiðlum á fimmtudaginn.
Hún deildi mynd af versi úr Biblíunni úr bókinni Jesus Calling eftir Söruh Young
— Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) October 6, 2016
Caitlyn Jenner, faðir Kim, rauf þögnina 4. október með hughreystandi skilaboðum á Instagram til dóttur sinnar.
Sagðist hún elska dóttur sína og vera þakklát fyrir að hún sé heil á húfi
Kylie Jenner, hálfsystir Kim, rauf aftur á móti þögnina á laugardaginn með spegla-sjálfu sem tekin var á baðherbergi.