Auglýsing

Fjölskylda Prince biðlar til Donald Trump að hætta að spila Purple Rain

Fjölskylda tónlistarmannsins Prince hefur farið þess á leit við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump að hann hætta að spila tónlist hans á fjöldafundum í landinu. Það er AP fréttastofan sem greinir frá þessu.  

Omarr Baker, hálfbróðir Price, segir í færslu sem hann birti á Twitter að dánarbúið aldrei hafa veitt Donald Trump leyfi til þess að nota tónlist Prince.

Það er lagið Purple Rain sem forsetinn hefur notað á nokkrum fjöldafundum að undanförnu og það vill fjölskyldan stöðva. Tónlistarmaðurinn Prince lést árið 2016 aðeins 57 ára að aldri. Prince var í hópi vinsælustu tónlistarmanna heims á sínum tíma og eftir hann liggja fjölmargar plötur og lög sem slógu í gegn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing