Auglýsing

Fjölskyldufaðir og frumkvöðlafræðinemi sækir um sem aðstoðarmaður Gunnars Braga

Styrmir Barkarson, frumkvöðlafræðinemi í Háskólanum í Lundi, hefur sótt um starf sem aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Þetta kemur fram á bloggsíðu Styrmis en ferilskrá hans má sjá hér fyrir neðan.

Það vakti talsverða athygli í dag þegar tilkynnt var um ráðningu á Gauta Geirssyni í stöðu aðstoðarmanns Gunnars Braga. Gauti er ráðinn í hálft starf og hóf störf í dag.

Sjá einnig: Popplag úr eldræðu Gunnars Braga á Alþingi: Hvar er kjarkurinn?

Mikið hefur verið rætt um aldur og reynslu Gauta sem er 22 ára gamall og leggur stund á rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum.

Styrmir er fjölskyldufaðir og að eigin sögn uppátækjasamur sveimhugi. „Með bréfi þessu sæki ég um starf aðstoðarmanns þíns, sem ég veit að þú afhendir mér án auglýsingar þegar þú sérð hvað ég hef fram að færa,“ segir hann á bloggi sínu.

Hjálögð er ferilskrá mín, en eins og glögglega má sjá er ég fær um svo að segja hvaða starf sem er innan ríkisstjórnarinnar svo ég vil biðja þig að áframsenda þessa umsókn til annarra ráðuneyta svo Ísland geti notið krafta minna sem fyrst.

Gauti er annar af tveimur aðstoðarmönnum Gunnars Braga. Hinn heitir Sunna Gunnars Marteinsdóttir. Margrét Gísladóttir, sagði upp störfum sem aðstoðarmaður ráðherrans á síðasta ári.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing