Auglýsing

Fjórir handteknir í gærkvöldi: Þjófnaðir, innbrot og börn uppi á þaki

Fjórir gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þennan mánudagsmorgun en samkvæmt dagbók lögreglunnar var þónokkur erill framan af kvöldi.

Lögreglan fékk til að mynda tilkynningu um börn klifra uppá og skóla í hverfi 105. 3 uppá þaki þegar lögreglan kom. Þeir komu niður og ræddu við lögreglu, sem átti leiðbeinandi samtal við þá, þar sem þeir voru hvattir til að leita sér að annarri og öruggari skemmtun en klifra uppá skóla. Foreldrar og barnavernd upplýst um málið.

Þá var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 110.  Gerandi í annarlegu ástandi, handtekinn og vistaður í fangageymslu uns hægt verður að ræða við hann.

Um er að ræða verkefni lögreglu frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun. Önnur verkefni lögreglunnar má sjá hér fyrir neðan.

Tilkynnt um tvo aðila reyna að komast inn í bifreiðar í hverfi 101. Ekkert athugavert að sjá.

Tilkynnt um börn klifra uppá og skóla í hverfi 105. 3 uppá þaki þegar lögreglan kom. Þeir komu niður og ræddu við lögreglu, sem átti leiðbeinandi samtal við þá, þar sem þeir voru hvattir til að leita sér að annarri og öruggari skemmtun en klifra uppá skóla. Foreldrar og barnavernd upplýst um málið.

Tilkynnt um að verið væri að brjóta gler í hverfi 201. Búið að brjóta glerplötur en enginn gerandi á staðnum.

Tilkynnt um rúðubrot í hverfi 200.

Tilkynnt um innbrot í kirkju í hverfi 107. Þaðan hafði að minnsta kosti verið stolið peningakassa.

Tilkynnt um fólk sem væri óvelkomið inná gistiheimili í hverfi 105. Þeim vísað á brott.

Ítrekað tilkynnt um ölvaðan einstakling með ónæði í hverfi 200. Hann vistaður í fangageymslu uns ástand hans skánar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing