Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fjóra fréttamenn 365 miðla til að greiða tveimur mönnum miskabætur vegna frétta um Hliðamálið svokallaða. Fjórir fréttamenn 365 voru kærð vegna málsins, þau Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson. Rúv.is greinir frá þessu.
Forsaga málsins er sú að í nóvember árið 2015 greindi Fréttablaðið frá meintri nauðgun í íbúð í Hlíðunum sem sögð var útbúin til nauðgana. Í kjölfarið voru tveir menn voru sakaðir um verknaðinn. Öllum kærum á hendur þeim var síðar vísað frá.
Mennirnir kröfðust þess báðir að fá tólf og hálfa milljón vegna ítrekaðra ummæla sem þeir töldu ærumeiðandi. Miskabótunum sem fréttamönnunum var gert að greiða voru þó töluvert lægri. Nadine Guðrún Yaghi var dæmd til að greiða báðum mönnunum 700 þúsund krónur. Þórhildi Þorkelsdóttur var gert að greiða öðrum manninum 100 þúsund krónur en hinum 200 þúsund krónur. Heimi Má Péturssyni og Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni var báðum gert að greiða hvorum manninum um sig 50.000 krónur.
Þá voru nokkur ummæli, sem voru endurtekin í fréttum 365 af málinu, dæmd dauð og ómerk.