Auglýsing

Fleiri nektarmyndum lekið á netið

Fleiri einkamyndum af þekktum konum hefur verið lekið á netið. Talið er að sömu tölvuþrjótar séu að verki nú og fyrir nokkrum vikum þegar myndum af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence og fyrirsætunni Kate Upton var lekið á netið.

Á meðal þeirra sem hafa nú orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótunum eru Kim Kardashian, Emily Ratajowski, Avril Lavigne, Kate Bosworth, Kaley Cuoco, Vanessa Hudgens, Lake Bell, Gabrielle Union og Hayden Panettiere. Þá hefur fleiri myndum verið lekið af Jennifer Lawrence.

Myndirnar birtust fyrst á vefsíðunni 4chan í gær og var fljótlega dreift á samfélagsmiðlinum Twitter. Myndirnar voru fjarlægðar af 4chan vegna nýrra reglna vefsíðunnar um höfundarrétt.

Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar lekann.

Fjölmiðlar vestanhafs bíða nú eftir að talsmenn stjarnanna tjái sig um lekann en bandaríska leikkonan Gabrielle Union er sú eina sem hefur sent frá sér yfirlýsingu ásamt eiginmanni sínum, körfuboltamanninum Dwayne Wayde, leikmanni Miami Heat:

Myndum sem aðeins ég og eiginmaður minn deildum og síðar eyddum, hefur verið lekið af hrægömmum. Við erum stöðugt minnt á að alla tíð hafa konur og börn verið þolendur ofbeldis og vald yfir þeirra eigin líkömum verið tekið af þeim. Þessi grimmdarverk gegn konum og börnum halda áfram um allan heim. Öllum þeim sem eru í okkar sporum, ásamt öðrum sem upplifa slíka hatursglæpi, viljum við senda ást og stuðning. Við gerðum ekkert rangt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing