Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra útilokar ekki að flytja fleiri stofnanir út á land. Til stendur að flytja Fiskistofu til Akureyrar og Sigmundur segir til skoðunar í ýmsum ráðuneytum að færa stofnanir eða breyta stofnunum. Þetta kemur fram á Vísi í dag.
„Menn hafa verið að skoða ýmsar sameiningar til dæmis. Það er óhjákvæmilegt að fara í gegnum þetta allt saman, því við þurfum að sýna aðhald og spara, greiða niður skuldir ríkisins,“ segir Sigmundur.
Sigmundur segir það athyglisvert hversu mikla athygli það veki þegar opinber störf eru flutt út á land, en það veki mun minni athygli þegar þau eru flutt á höfuðborgarsvæðið.