Auglýsing

Flest klám eins og McDonalds en feminískt klám er líka til

Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur segir klám afar mismunandi sem gæti verið ástæðan fyrir því að umræðan um það er eldfim. Þetta kom fram í Síðdegisútvarpinu á RÚV.

Grein í Fréttablaðinu eftir fyrrverandi klámfíkil vakti mikla athygli í gær. Guðmundur Kristján Jónsson, útskriftarnemi í skipulagsfræði við University of Waterloo og pistlahöfundur, sagði klámneysluna hafa skilið sig eftir nær getulausan, þunglyndan, svefnvana og ófæran um að standa undir væntingum í rúminu.

Sjá einnig: Opnar sig um klámfíkn fortíðarinnar

Sigríður ítrekaði í Síðdegisútvarpinu að klám og klámfíkn sé alls ekki svarthvítt. „Kynfræðingar eru svolítið ósammála því að það séu komnar upp sérstakar klámfíknimeðferðarstöðvar, eins og hafa poppað upp eins og gorkúlur í Ameríku.“

Spurð hvort að allt klám sé hræðilegt segir hún að klám sé ótrúlega breiður hlutur. „Það er t.d. verið að framleiða feminískt klám sem á að byggja á góðum launum, samþykki og að fólk sé að gera þetta að því að það vill gera þetta, á sínum forsendum,“ segir hún.

Það er verið að framleiða allskonar klám undir allskonar formerkjum. 95% af því sem við sjáum er svolítið ens og McDonalds, hamborgari sem myglar ekki á sex árum, hefur takmarkað næringargildi og þú veist ekki alveg hvað er í honum.

Hún segir afar misjafnt hvers vegna fólk notar klám.

„Fólk er annars vegar að nota klám í sjálfsfróun og pör að nota þetta í upphitun. Þannig heyrist mér flestir nota klám,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing