Auglýsing

Fljót að finna manninn sem gleymdi málaðri mynd í IKEA: „Hef grun um að pabbi eigi þessa mynd“

IKEA á Íslandi var ekki lengi að hafa uppi á eiganda málaðrar myndar sem varð eftir í versluninni um daginn þegar eldri maður kom til að kaupa ramma. Um hálftíma eftir að verslunin birti færslu á Facebook um týndu myndina var listamaðurinn fundinn.

Í færslunni sagði meðal annars:

Um daginn kom til okkar eldri maður að leita að ramma fyrir mynd sem hann málaði þegar hann var 12 ára gamall. Hann kom með myndina með sér til að ramminn yrði nú keyptu í réttu stærðinni.

Með aðstoð starfsmanns fann hann ramma sem passaði, en svo óheppilega vildi til að hann gleymdi sjálfri myndinni í hillunni hjá okkur. Við viljum svo gjarnan að myndin komist aftur í réttar hendur svo hún fái að njóta sín í rammanum. Gætuð þið hjálpað okkur að deila þessu og finna manninn?

Júlíus Þórarinn Steinarsson skrifaði athugasemd við myndina og taldi föður sinn vera eiganda myndarinnar. „Hef grun um að pabbi eigi þessa mynd hann heitir Steinar Júlíussson og lét ég hann vita og ætlar hann að nálgast myndina. Takk fyrir FB að deila þessu og koma til skila,“ skrifaði hann.

„Sæll Júlíus,“ skrifaði starfsmaður IKEA. „Frábært, við komum myndinni til yfirmanns á afgreiðslukassasvæði. Bestu kveðjur.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing