Auglýsing

Fljúgandi furðuhlutir yfir nokkrum fylkjum: FBI gefur út viðvörðun – SJÁÐU KORTIÐ

Gagnvirkt kort hefur afhjúpað hundruð tilkynninga um dularfulla dróna og óútskýrð loftfyrirbæri (UAP) víðs vegar um norðausturhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og vikum. Síðan um miðjum nóvember hefur svæðið verið plagað af dularfullri drónainnrás.

Þá hafa „óþekkt flugtæki“ verið tilkynnt í mörgum fylkjum sem hefur leitt til alríkisrannsóknar sem enn hefur ekki skilað svörum.

Meira en 5000 tilkynningar

„FBI hefur fengið ábendingar um meira en 5000 tilkynningar um þessa „dróna“ á síðustu vikum og það hafa orðið til 100 vísbendingar út frá því sem við nú fylgjum eftir,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu alríkislögreglunnar og fleiri alríkisstofnana sem var gefin út á þriðjudag.

Kortið, sem var búið til af fyrirtækinu Enigma, safnar saman skýrslum frá íbúum í New Jersey, New York, Connecticut, Pennsylvaníu og fleiri fylkjum sem gerðar voru í nóvember og desember.

Fjöldi dróna óskiljanlegur

Paul Sprieser, 56 ára skipstjóri hjá bandarísku strandgæslunni og íbúi í New Jersey, er meðal þeirra sem ábendingar á kortinu koma frá. Hann telur að ekki sé hægt að útskýra allar tilkynningar með venjulegum „flugtækjum“ eða öðrum viðurkenndum „aðgerðum“, eins og yfirvöld hafa haldið fram.

„Stór hluti þeirra eru ekki venjuleg flugtæki, eins og þessir kyrrstæðu hlutir á himninum sem eru á stærð við jeppa og hanga bara þarna í fimm, sex eða sjö klukkustundir,“ sagði Sprieser í samtali við Daily Mail.

Ríkis- og sveitarstjórnir hafa tekið undir áhyggjur íbúa og krefjast svara frá alríkisyfirvöldum á sama tíma og þetta furðulega fyrirbæri virðist breiðast út á ný svæði.

Viðvörun til almennings

Sumir borgarar hafa þegar tekið málin í eigin hendur, samkvæmt yfirvöldum.

New Jersey ríkislögreglan og skrifstofa FBI í Newark hafa sent frá sér grjótharða viðvörun til almennings og krafist þess að fólk hætti að reyna að skjóta niður hina dularfullu dróna.

„Við sjáum aukningu í því að flugmenn mannaðra loftfara verða fyrir lasergeislum í augun vegna þess að fólk á jörðu niðri heldur að það sjái dróna,“ sagði Nelson Delgado, starfandi yfirmaður FBI í Newark, í myndbandi.

„Við höfum líka áhyggjur af því að fólk muni grípa til skotvopna gegn loftförum,“ bætti Delgado við.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing