Auglýsing

Flóni og Friðrik Dór á Þjóðhátíð í Eyjum

Tónlistarmennirnir Friðrik Dór og Flóni munu koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Flóni sem er orðinn einn vinsælasti rappari ársins mun koma fram á stóra sviðinu í fyrsta skipti en stórsöngvarinn Friðrik Dór þekkir vel til Þjóðhátíðar en hann hefur verið fastagestur í Herjólfsdal undanfarin ár og samdi Þjóðhátíðarlagið á síðasta ári ásamt Jóni bróður sínum.

Sjá einnig: Fyrstu atriðin á Þjóðhátíð tilkynnt: „Stærsta Þjóðhátíðin til þessa“

Áður var búið að staðfesta GDRN, Herra Hnetusmjör, Huginn og ClubDub og stefnir því í stórkostlega Þjóðhátíð miðað við fyrstu  listamenn sem hafa verið tilkynntir. Fleiri listamenn verða staðfestir á næstu vikum.

Sjá einnig: Jón Jónsson og Friðrik Dór kíktu á rúntinn og hentu í besta bílakarókí sem þú munt sjá

Forsala miða er í fullum gangi á https://dalurinn.is/
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing