Auglýsing

Flugmaðurinn sem nauðlenti í gærkvöldi vonast til þess að geta flogið vélinni aftur sem fyrst

Flugmaðurinn sem stýrði vélinni sem nauðlenti í Kinnarfjöllum á Norðurlandi í gær segist vonast til þess að geta flogið henni aftur sem fyrst í samtali við Vísi.is. Hann var útskrifaður af Sjúkrahúsinu á Akureyri seint í gærkvöldi ásamt vinkonu sinni sem var með honum í vélinni.

Flugmaðurinn, Pétur Jökull Jacobs var í skýrslutöku hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra í morgun. Að hans sögn stóð til að lenda vélinni en aðstæður voru aðrar en hann hafði reiknað með. Vélin var ekki á miklum hraða þegar nauðlendingin áti sér stað og höggið var því nokkuð létt.

Pétur og vinkona hans voru vel búin. Þau voru með tjald og svefnpoka, auk þess sem þau fengu auka svefnpoka frá vél sem flaug yfir. Þau héldu á sér hita í tjaldinu þar til aðstoð barst. Þau voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri og útskrifuð þaðan síðar um kvöldið.

Pétur segir við Vísi að hann ætli að reyna að komast að vélinni í dag. Hann telur hana lítið skemmda og hann vonast til þess að koma henni til flugvirkja, gera við hana og fljúga henni þaðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing