Fyrr í vetur kvartaði konan undan meintri kynferðislegri áreitni af hendi flugþjóns í flugvél um borð í Icelandair. Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu en kvörtun konunnar má sjá á vefsíðu Neytendasamtakanna FlyersRights.org.
Fram kemur í frétt Morgunblaðsins að konan hafi sent inn kvörtun til Icelandair vegna málsins en fengið þau svör að rannsókn á málinu væri lokið og ekki yrði aðhafst frekar.
Í kvörtuninni sem lesa má í heild sinni hér segir konan frá því að flugþjónn vélarinnar hafi snert hana á óviðeigandi hátt þann 8. janúar síðastliðinn.
„Mér fannst verulega á mér brotið og ég upplifði mig varnarlausa,“ segir konan í kvörtun sinni.