Flugmönnum Delta Air Lines tókst á ótrúlegan hátt í gær að þjóta frá New York til San Juan, sækja farþega og þjóta til baka áður en fellibylurinn Irma skall á Púertó Ríkó.
Jason Rabinowitz, sjálfskipað flugnörd, fylgdist með fluginu og tísti um það á Twitter. Hann velti fyrir sér hvort það stæði í raun og veru til að fljúga á meðan hvirfilbylurinn væri yfir Púertó Ríkó, þar sem öll önnur flug höfðu snúið við.
Myndin hér fyrir neðan sýnir umrædda flugvél og Irma er þarna beint yfir Púertó Ríkó
A few flights attempted to squeak into @AeropuertoSJU ahead of Hurricane #Irma
Too late. 2x @JetBlue & 1 @AmericanAir flight turning around pic.twitter.com/ssGLh5EFCp
— Jason Rabinowitz (@AirlineFlyer) September 6, 2017
Vefmiðillinn Quartz fjallar um málið. Þar kemur fram að það hafi ekki unnið með fluginu að því seinkaði um 34 mínútur í New York. Þá var hins vegar veðrið í Púertó Ríkó ekki orðið hættulegt flugumferð. Það átti hins vegar eftir að breytast.
Að lenda vélinni í þessum aðstæðum var aðeins hluti vandans — flugmennirnir þurftu líka að ná að koma sér í burtu. Bæði svo að rándýr flugvélin myndi ekki veðrast í fellibylnum og svo hún yrði ekki föst á Púertó Ríkó í marga daga, með tilheyrandi töfum fyrir aðra flugfarþega (og auðvitað fjártjóni fyrir flugfélagið).
Þrátt fyrir að hafa tafist í New York þá tókst að koma flugvélinni aftur í loftið frá Púertó Ríkó 24 mínútum á undan áætlun. Þetta þurfti að gerast áður en veðrið versnaði.
Myndin hér fyrir neðan sýnir hvernig flugmennirnir þurftu að þræða fellbylinn
Here they go! DL302 now taxiing for takeoff before #Irma gets really bad. pic.twitter.com/CNfk5L6oaa
— Jason Rabinowitz (@AirlineFlyer) September 6, 2017
Og hér sést það betur
Now DL302 has to climb out of SJU, and they're doing so between the outer band of #Irma and the core of the storn. Amazing stuff. pic.twitter.com/lOq9Te5DO6
— Jason Rabinowitz (@AirlineFlyer) September 6, 2017
Vélin lenti svo í New York. 46 mínútum á undan áætlun. Ótrúlegt.