Auglýsing

Flugu í kapphlaupi við fellibylinn Irmu til og frá New York á mettíma

Flugmönnum Delta Air Lines tókst á ótrúlegan hátt í gær að þjóta frá New York til San Juan, sækja farþega og þjóta til baka áður en fellibylurinn Irma skall á Púertó Ríkó.

Jason Rabinowitz, sjálfskipað flugnörd, fylgdist með fluginu og tísti um það á Twitter. Hann velti fyrir sér hvort það stæði í raun og veru til að fljúga á meðan hvirfilbylurinn væri yfir Púertó Ríkó, þar sem öll önnur flug höfðu snúið við.

Myndin hér fyrir neðan sýnir umrædda flugvél og Irma er þarna beint yfir Púertó Ríkó

Vefmiðillinn Quartz fjallar um málið. Þar kemur fram að það hafi ekki unnið með fluginu að því seinkaði um 34 mínútur í New York. Þá var hins vegar veðrið í Púertó Ríkó ekki orðið hættulegt flugumferð. Það átti hins vegar eftir að breytast.

Að lenda vélinni í þessum aðstæðum var aðeins hluti vandans — flugmennirnir þurftu líka að ná að koma sér í burtu. Bæði svo að rándýr flugvélin myndi ekki veðrast í fellibylnum og svo hún yrði ekki föst á Púertó Ríkó í marga daga, með tilheyrandi töfum fyrir aðra flugfarþega (og auðvitað fjártjóni fyrir flugfélagið).

Þrátt fyrir að hafa tafist í New York þá tókst að koma flugvélinni aftur í loftið frá Púertó Ríkó 24 mínútum á undan áætlun. Þetta þurfti að gerast áður en veðrið versnaði.

Myndin hér fyrir neðan sýnir hvernig flugmennirnir þurftu að þræða fellbylinn

Og hér sést það betur

Vélin lenti svo í New York. 46 mínútum á undan áætlun. Ótrúlegt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing