Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu vélarinnar. Um 160 farþegar voru um borð en þeir verða sóttir með flugvél frá Íslandi síðdegis. Þetta kemur fram á Vísi í dag.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að flugmennirnir hafi orðið varir við sprunguna þegar vélin var yfir Kanada, samkvæmt verklagi lendi þeir á næsta flugvelli.
Kanadíski fréttamaðurinn Harrison Howe var um borð í vélinni og lýsti atburðarásinni í beinni á Twitter síðu sinni. Hann segir að hlutirnir hafi gerst hratt og þrátt fyrir að atburðarásin hafi verið ógnvekjandi hafi flugmennirnir verið frábærir.
OMG cockpit window shattered in plane. Rapid descent on IcelandAir flight FI688 Orlando MCO to KEF. Emergency crews responding. Passengers are SAFE from what I can tell. I’m in main cabin. pic.twitter.com/kzLZk9wsBG
— Harrison Hove (@HarrisonHove) October 20, 2018
.@Icelandair flight that made emergency landing in Bagotville, Quebec, Canada is deplaning finally. This is the setup. #orlando #reyjkavik #iceland #aviation pic.twitter.com/6MdySKvhBM
— Harrison Hove (@HarrisonHove) October 20, 2018