Auglýsing

Ætlar að vera þakinn húðflúrum innan tveggja ára

Kraftlyfingamaðurinn Rúnar Geirmundsson er 22 ára gamall og hefur aldrei tapað móti. Ekki nóg með það, þá er hann einn skreyttasti maður landsins.

Rúnar er ekki hættur, hvorki að láta flúra sig né slá met í kraftlyftingum. Hann á öll metin í bekkpressu, réttstöðulyftu og hnébeygju í sínum þyngdarflokki og hefur bætt eigin Íslandsmet oftar en 40 sinnum. En byrjum á flúrunum:

Ég fékk mér fyrsta flúrið á átjánda afmælisdeginum mínum — var löngu búinn að panta tíma. Mamma bannaði mér að fá mér flúr fyrr en ég yrði 18.

Rúnar hefur enga tölu á hversu mörg húðflúrin eru orðin og lítur á þau sem heilstætt verk. „Ætli ég sé þá ekki með svona fjögur, fimm? Ég er engan veginn hættur og hef að vísu aldrei verið eins duglegur og núna. Er búinn að fá mér þrjú síðustu vikuna! — og ætla að verða búinn með allan líkamann innan tveggja ára.“

Rúnar er afreksmaður í kraftlyftingum og nýkrýndur Evrópumeistari í sínum þyngdarflokki. Hann æfir sex til sjö sinnum í viku; í Jakabóli þrisvar til fjórum sinnum og í World Class í Laugum tvisvar til þrisvar.

Ætli ég keppi ekki svona einu sinni til þrisvar á ári. Og mér hefur alltaf gengið vel, hef ekki ennþá tapað. Er búinn að vinna 22 Íslandsmót og sett Íslandsmet í þeim öllum. Og tvö Evrópumót.

Rúnar er tæp 68 kíló en hefur engu að síður tekið 225 kíló hnébeygju, 210 kíló í réttstöðulyftu og 150 kíló í bekkpressu. Og hann stefnir hátt. Hann ætlar að verða heimsmeistari á næstu 12 mánuðum og stefnir á að setja heimsmet í hnébeygju og bekkpressu í sínum þyngdarflokki.

2

Spurður hvort húðflúrin veki athygli í ræktinni segir hann að það sé yfirleitt fólk sem hann þekkir sem hrósar eða gagnrýnir húðflúrin. „Annars er oft fólk sem ég þekki ekki sem vill bara fá að skoða — og það er ekkert mál. Þetta er bara list.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing