Auglýsing

Fluttu börn á Orkumótinu í Vestmannaeyjum á milli fótboltavalla í skottum fólksbíla

Foreldrar barna sem tóku þátt í Orkumótinu í Vestmannaeyjum um helgina urðu vitni að því að börn voru flutt á milli valla í farangsrýmum, eða skottum, bifreiða. Málið var ekki tilkynnt til lögreglu fyrr en eftir mótið. Ekki liggur fyrir hvort skottin voru lokuð eða með glugga.

Í færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum á Facebook um málið segir athæfi sem þetta sé að sjálfsögðu algerlega óboðlegt og stórhættulegt og eflaust ekkert foreldri sem myndi samþykkja slíka meðferð á sínu barni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum má leiða að því líkur að þau sem fluttu börnin með þessum hætti hafi verið foreldrar barna á mótinu, fararstjórar eða þjálfarar. Það er þó ekki vitað með vissu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing