Auglýsing

FM95Blö og Jóhanna Guðrún senda frá sér nýtt þjóðhátíðarlag: „Ég ætla að sigra eyjuna”

Félagarnir í FM95Blö hafa sent frá sér nýtt þjóðhátíðarlag og í þetta skipti fá þeir aðstoð frá söngkönunni Jóhönnu Guðrúnu. Lagið heitir Ég Ætla Að Sigra Eyjuna.

FM95Blö koma fram á laugardagskvöldinu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina í ár.

Auðunn Blöndal var gestur í Brennslunni á útvarpsstöðinni FM957 í morgun þar sem hann talaði um lagið og Þjóðhátíð.

„Þetta er lag sem ég heyrði í Suður Ameríku. Við Steindi fórum á Carnival og ég heyrði það þar og varð að vita hvað það héti,” segir Auddi sem fékk nafnið á laginu frá þjóni á veitingastað næsta dag. Hann segist svo hafa verið að hlusta á lagið á leiðinni til Vestmannaeyja fyrr á árinu og hafi þá hugsað að þetta gæti orðið gott Þjóðhátíðarlag.

Auðunn segir að hann sé spenntur fyrir því að koma fram á Þjóðhátíð. „Já ekki spurning, þetta er það stærsta sem þú kemst í sem skemmtikraftur á Íslandi.”

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing