Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sendu út sms í gær og í dag til að hvetja fólk til að kjósa. Flokkur fólksins kom pólitískum skilaboðum fyrir í sms-inu sínu en Miðflokkurinn virðist vísa í vinsælt popplag.
Í 46. grein fjarskiptalaga kemur fram að notkun sjálfvirkra uppkallskerfa, símbréfa eða tölvupósts, þar með talin hvers konar rafrænna skilaboða (SMS og MMS)], fyrir beina markaðssetningu sé einungis heimil þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram.
Þannig að ef þetta fólk skráði sig ekki á lista hjá flokkunum virðast þeir hafa brotið lög.
Var að fá skemmtilegt SMS frá Flokki fólksins pic.twitter.com/2dbgsWBZVJ
— KLÖTS (@___clutch____) October 27, 2017
Í fljótu bragði held ég að Flokkur fólksins hafi brotið fjarskiptalög í kvöld.
— Rafn Steingríms (@rafnsteingrims) October 27, 2017
Flokkur fólksins að brjóta lögin, er ekki skráð á neina lista hjá þeim. Passið ykkur hvaða flokk þið kjósið #kosningar17 pic.twitter.com/n33vYbGYsD
— kaffiprinsessan ? (@katrinleroux) October 27, 2017
Fékk sms frá Flokki Fólksins í gær. Fæ sjaldan sms þannig að ég kann að meta þessa persónulegu nálgun.
— Ásgrímur Guðnason (@AsiGudna) October 28, 2017
Miðflokkurinn fylgdi svo í kjölfarið
wtf hættið þessu pic.twitter.com/lqXQgRh2W2
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) October 28, 2017
Byrjum daginn á því að misþyrma íslenskri tungu pic.twitter.com/HBBw45HbkP
— Þ➰rður Hans (@thordurhans) October 28, 2017
Textinn virðist vísa í lagið Ég vil það með Chase og Jóa P. Þar syngur Jói um að vera slakur að njóta og lifa. Hann bætir við svo: „Fagur dagur, já góður ég finn það.“