Tvö pálmatré verða hluti af 140 milljón króna listaverki sem prýða á nýja íbúðabyggð í Reykjavík. Ákvörðunin hefur verið umdeild en lífleg umræða hefur myndast á Twitter. Hér má sjá brot úr umræðunni.
Sjá einnig: Örskýring: Pálmatré…í Reykjavík?
Ljúft
Hlakka til að rölta um í þessari Vogabyggð í snjóbyl og líta upp á dautt pálmatré í glerlíkkistu og ímynda mér að ég sé á Tene
— María Björk (@baragrin) January 30, 2019
Góður punktur
Algjörlega óháð því hvort pálmatré í glerhjúp séu falleg eða góð hugmynd…datt engum í hug að þetta væri agalegt pólitískt PR svona korteri eftir Braggastráin? Bara enginn sem sagði: „Nehh, kannski er þetta ekki sniðugt rollout akkúrat núna.”
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) January 30, 2019
Meiri pálmatré!
Setjum pálmatré á Laugaveginn og hættum að rífast.
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) January 30, 2019
Ég er að verða kominn á þá skoðun að þessi pálmatré séu bara fín hugmynd.
— Máni Pétursson (@Manipeturs) January 30, 2019
Þessi samantekt er ekki fyrir alla
Spá í að logga mig út af internetinu. Sendið mér endilega SMS þegar þið hættið að tala um þessi blessuðu pálmatré.
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) January 30, 2019
Við styðjum þessar hugmyndir:
Í stað tveggja pálmatrjáa í stórum glerrörumí Vogahverfi finnst mér að það ætti að vera ein risastór bronsstytta af Leoncie, Indversku prinsessunni sem við þekkjum öll og elskum.
— (heimspek)Inga (@Inga_toff) January 30, 2019
Okei samt beil á pálmatré í krukku ég vil rífa hallgrímskirkju niður og byggja RiSASTÓRA drekastyttu
— Bríet af Örk (@thvengur) January 31, 2019
Ég vil bara fá miklu fleiri pálmatré. Mín vegna mætti bara byggja yfir alla borgina og breyta henni í tropical paradís. Í leiðinni legg ég til að einkabílinn verði bannaður hér innanbæjar og við flytjum inn slatta af þvottabjörnum því þeir eru sætir og skemmtilegir. Mér er alvara
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) January 30, 2019
Heh..
Reykjavík, Ísland. 30. janúar: Það er svo kalt að fólk er beðið um að chilla í húshitun og sleppa kannski að fara í sund til að heita vatnið klárist ekki.
Viðbrögð: Ókei. Við gróðursetjum þá bara hitabeltistré. Það hlýtur að ganga upp.— Sunna V. (@sunnaval) January 30, 2019
Reykjavík er alltaf klár í að moka peningum í pálmatré og bragga sem enginn vissi að væri til en fæst ekki einu sinni til að ræða byggingu alvöru íþróttahúss fyrir körfu- og handbolta. Samt er borgarstjóri fyrstur á vettvang í góða myndatöku þegar íþróttafólkið nær árangri.
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) January 30, 2019
https://twitter.com/DNADORI/status/1090903506880475136
Um PÁLMATRÉ:
Það var fyrirfram ákveðið að setja ca 1% í útilistaverk í almannarými af áætluðum 8 milljarða innviðakostnaði í nýja hverfi með 1100-1300 íbúðum. En endilega rífumst um þetta eina prósent.— Einar Fridriksson (@EinarKF) January 30, 2019
Mér finnst pálmatré utandyra í lífhólk á íslandi vera brilljant hugmynd og er mjög spenntur að sjá þetta. Það sem gleður mig meira eru þessar photoshoppuðu myndir af Hjálmari eins og hann sé stjórnmálamaður í mjög tropical landi pic.twitter.com/0CXD40PR8Q
— Aron Leví Beck (@aron_beck) January 30, 2019
Miami Vice þema á árshátíð Reykjavíkurborgar í ár pic.twitter.com/Yk391akGGM
— Óskar Steinn ?️???? (@oskasteinn) January 29, 2019
Fólkið sem stýrir Reykjavík er algjörlega hætt að pæla í að þetta eru annarra manna peningar sem þau eru að sýsla með. Fæ þessa tilfinningu í hverri viku.
— Katrín Atladóttir (@katrinat) January 30, 2019
Vigdís er orðlaus
Ég hef ekkert tjáð mig í stóra pálmamálinu – það er vegna þess að ég er orðlaus ??
— Vigdís Hauksdóttir (@vigdishauks) January 30, 2019