Una Hildardóttir, varaþingkona Vinstri grænna, varpaði fram ansi skemmtilegri spurningu á Twitter í vikunni. Una vildi fá að vita hvað notendur Twitter myndu skýra uppskriftabók með hversdagsmatnum sínum. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og hafa nú ótal stórskemmtilegar uppástungur komið fram.
Ef þið mynduð gefa út uppskriftabók með hversdagsmatnum ykkar, Hver væri titillinn á henni?
— Una Hildardóttir (@unaballuna) October 25, 2018
Una byrjaði sjálf en hún myndi skýra bókina sína „Matur sem hægt er að borða bara með gaffal eða skeið“.
Minn væri „matur sem hægt er að borða bara með gaffal eða skeið”. Ég hata að nota hníf þegar ég borða.
— Una Hildardóttir (@unaballuna) October 25, 2018
Svörin stóðu ekki á sér í kjölfarið
Stórir strákar fá gráðaost.
— Þorgils Jónsson (@gilsi) October 25, 2018
„Einföld kolvetni og ostur“
— gunnare (@gunnare) October 25, 2018
20 mínútna eldamennska gerð á klukkutíma – saga af vonbrigðum og sjálfsblekkingu
— Tumi Ferrer (@TumiFerrer) October 25, 2018
Egg á pönnu fyrir einn
og
Víst er popp matur
— brauðsneið með smjöri (@smjorfluga) October 25, 2018
„Hrökkbrauð í hádeginu og popp á kvöldin. Staðgóðar uppskriftir fyrir konur á framabraut.“
— Guðrún Andrea (@grullubangsi) October 25, 2018
Baunir eru snilld og kássa er lífstíll
— Kratababe93 (@ingabbjarna) October 26, 2018
Æ þetta aftur?
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) October 26, 2018
Fleiri stórkostlegar hugmyndir má sjá með því að skoða þráðinn á Twitter hér.