Myndbandsupptaka af því þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók nakinn mann í Kópavogi hefur makið mikla athygli. Lögreglufólk notaði kylfur og piparúða til að yfirbuga manninn.
Töluverð umræða hefur skapast um handtökuna og vilja margir meina að aðferðir lögreglu hafi verið of harkalegar. Einn þeirra, Ísak Hinriksson spurðu lögregluna út í málið á Twitter. „Góðan dag, @logreglan. Er þetta ekki aðeins of mikið?“ skrifaði Ísak.
Lögreglan svaraði Ísaki á Twitter og óskaði eftir betri hugmyndum um hvernig væri best að stöðva trylltan mann. Ísak benti á að hægt hefði verið að handtaka manninn án þess að berja hann ítrekað með kylfum.
Í kjölfarið bárust margar skemmtilegar hugmyndir til lögreglunnar um það hvernig væri best að handtaka nakta og tryllta menn. Við tókum saman það besta.
eg myndi spjalla við hann a meðan vinur minn leggst a fjorum fotum fyrir aftan hann og yta honum svo þannig að hann detti niður https://t.co/QVUIpr136v
— bjössi (@verkfall) October 29, 2018
Ef nakinn maður myndi hlaupa að mér öskrandi, þá myndi ég henda mér úr öllu á núlleinni og öskra með honum We're going streaking!
— Steindi jR (@SteindiJR) October 29, 2018
Áður en allt þetta grín um hvað lögreglan hefði frekar átt að gera byrjaði, þá var ég að hugssa í morgun af hverju þau köstuðu ekki neti yfir hann eins og safari dýralæknar gera. Jafnvel skjóta deyfilyfi með pílu. En ég tvítaði því ekki og nú er það of seint.
— Kratababe93 (@ingabbjarna) October 29, 2018
Ég elska að sjá alla sérfræðingana tjá sig um að lögreglan hefði átt að biðja nakta manninn um að róa sig og leysa þetta þannig. Best væri ef þessar lyklaborðshetjur myndu gefa upp númerið sitt svo hægt sé að hringja í þau þegar maður sér trylltan einstakling sem þarf að stöðva.
— Andri Valur (@andrivalur) October 29, 2018
Löggan ætti að vera með svona blowdart gæja sem skýtur pínku litlum pílum í hálsinn á manni og maður heldur að það hafi kannski bara verið skordýr og klappar lófanum svona yfir en svo lyppast maður niður í ómeðvitund, fattandi aðeins of seint hvað er að gerast https://t.co/lvMTXLfSeP
— klli (@karlhoelafur) October 29, 2018
Grafa holu og setja laufblöð yfir og þegar hann dettur í holuna er hægt að handtaka hannhttps://t.co/eKdTXzdbgX
— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) October 29, 2018
mála feik göng á vegg svo hleypur nakti gæinn á vegginn, haldandi að þar séu göng, og þar rotast hann og því næst hægt að handtaka. svona eins og í road runner þáttunum. https://t.co/UDDoTatxAm
— Hafþór Óli (@HaffiO) October 29, 2018
Lögreglan mætti frekar slá fólk með gullhömrum frekar en með kyflum. mbk. hafpor
— Hafþór Óli (@HaffiO) October 29, 2018
Ég hefði nú bara sagt “Nei nú hættir þú þessu rugli og hypjar þig í föt drengur!” https://t.co/wXwkwgRAlW
— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) October 30, 2018
Fanga hann í net og dýfa honum í tjöru og fiður https://t.co/9lwaFP4PPz
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) October 29, 2018
https://twitter.com/dnadori/status/1056910491010904065?s=21