Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að Matvælastofnun og Lyfjaeftirlit Íslands rannsaka nú megrunarkaffi sem er til sölu hér á landi. Fólkið á Twitter hefur skemmt sér vel yfir fréttunum undanfarna daga og hér að neðan má sjá brot af því besta úr umræðunni.
Í töfrakaffinu er amfetamínskylt efn sem er á bannlista Alþjóðaeftirlitsins. Íþróttafólk sem neytir kaffisins gæti fallið á lyfjaprófi.
Og hva, er þetta fólk þá bara á kaffi í dópi? Ha?… Bara á bólakaffi?
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) August 1, 2019
Íslendingar:
Marjiuana neineineineineineinei
Kaffi með amfetamíni jájájájájájá— Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir (@LovisaOktovia) July 30, 2019
hmmm svona kaffi kallast nú bara einn einfaldur k axel í minni sveit pic.twitter.com/PnBIIkWZxm
— Tómas (@tommisteindors) July 30, 2019
Amfetamín-kaffið til að grennast og aldrei sofa, sem MAST er að vara við, minnir mig annars vegar á mömmuna í Requiem for a dream og hins vegar á þetta. Hvorugt lætur mig vilja drekka amfetamín-kaffi. https://t.co/UuG86Rd97E
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) July 30, 2019
Tóti úr Íslenski Draumurinn (2000) er pottþétt að flytja inn þetta amfetamín kaffi.
— Birgitta Sigursteins (@birgittasig) July 30, 2019
Þetta hljómar eins og versta kaffi í heiminum. pic.twitter.com/m0raBbo2oU
— Heiður Anna (@heiduranna) July 30, 2019
https://twitter.com/DNADORI/status/1156539951200264198?s=20
Ég er að segja ykkur það, síðan ég byrjaði að drekka 2 bolla af töfrakaffi á dag og snorta 5 línur af kóki þá hafa kílóin hreinlega hrunið af mér.
— Arnar (@ArnarVA) July 30, 2019
Elska allt UNDRA eitthvað. Undrakaffi og maður verður svona hress. Til er ég! pic.twitter.com/WntfZGMdLV
— Maggi Peran (@maggiperan) June 18, 2019