Twitter var að sjálfsögðu á miklu flugi yfir Eurovision í kvöld. Stuðið Lissabon var yfirgengilegt og á Twitter var brandarakeppnin á yfirsnúningi allt kvöldið. Nútíminn tók saman brot af því sem gekk á.
Eins og áður var kassamerkið #12stig notað til að halda utan umræðuna.
Gísli byrjaði þetta
Við kollegarnir vorum að klára lokaundirbúning. Eruð þið til í þetta? Góða skemmtun! #12stig pic.twitter.com/P3MPrueHcD
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) May 12, 2018
#eurodaði2019
Mig klæjar í júróputtana. #12stig
— Daði Freyr ? (@dadimakesmusic) May 12, 2018
Dóttir mín: "Hvenær er Ísland í röðinni?“
Ég: "Eina röðin sem Ísland er í er röðin inn í flugvélina heim!“#12stig
— Árni Torfason (@arnitorfa) May 12, 2018
Læk takk!
Þúsund læk og ég fæ mér sömu hárgreiðslu og slóvenska söngkonan korteri fyrir kosningar. #12stig #slo #kosningar2018
— Líf Magneudóttir (@lifmagn) May 12, 2018
Svo gerðist þetta!
Heyrðu, Surie hélt bara áfram eftir að einhver apaköttur reif af henni hljóðnemann. Bara eins og ekkert hefði gerst. Sjitt. #12stig
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) May 12, 2018
Var þetta tengdapabbi Ögmundar sem óð þarna í mækinn upp á sviði? #12stig
— Karl Sigurðsson (@kallisig) May 12, 2018
Fyrsta myndin af manninum sem rauk upp á svið í breska laginu #12stig pic.twitter.com/7SqvFX1Tfb
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) May 12, 2018
Er Evrópa til í áheyrilegt lag?
Þýskaland spilar þetta djarft með svokölluðu áheyrilegu lagi. Spurning hvort Evrópa er tilbúin. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 12, 2018
Meira grín og glens
Franska söngkonan syngur „je m’appelle merci“ sem er nákvæmlega það sama og ég myndi syngja ef ég væri að semja lag á frönsku #12stig
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) May 12, 2018
Vonandi heyrði Ástþór Magnússon ekki söguna af danska laginu sem var hafnað aftur og aftur en komst loksins í gegn. #12stig
— Logi Bergmann (@logibergmann) May 12, 2018
Danir komnir ansi langt í að þróa víkingakrappið. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 12, 2018
sem hlutlaus aðili verð ég að segja að @gislimarteinn er stjarna kvöldsins á þessum stjörnubjarta eurovision himni ég er búin með nokkur rauðvínsglös #12stig
— Berglind Festival (@ergblind) May 12, 2018
Sum lögin eru eins og kynlíf. Betri ef maður horfir ekki. #12stig
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) May 12, 2018
Nú er ég ekki að segja að útlitið skipti öllu, en ímyndið ykkur samt kýpverska lagið með Gylfa Ægissyni #12stig
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 12, 2018