Í vikunni birt Twitter-notandinn Guðni F. Oddsson skemmtilega færslu þar sem hann biðlar til fylgjenda sinna að láta hugann reika og fara aftur í tímann. Guðni bað fólkið á Twitter um að velja einn hlut sem ekki er lengur framleiddur og það saknar sárt. Svörin létu ekki á sér standa.
Sjálfur valdi Guðni Skólajógurt frá MS en á þriðja tug svara barst. Nútíminn tók saman nokkur áhugaverð og skemmtileg svör.
Færsla Guðna
Ef þú gætir valið einn nostalgíuhlut sem færi aftur í framleiðslu, hvað myndirðu velja og af hverju myndirðu velja skólajógúrt?
— Guðni F. Oddsson (@gudnifridrik) October 10, 2018
Gummi Jóh saknar þess að geta svolgrað í sig Garp og Svarta Pétri
Garpur og Svarta Pétur jógúrt.
— Gummi Jóh (@gummijoh) October 10, 2018
Arnar Kjartansson vill fá Tímon og Púmba-ísinn aftur
svo mikið sakn :'( pic.twitter.com/b9lSfczHAK
— Arnar Kjartansson (@arnar111) October 11, 2018
Hver man ekki eftir Frissa gosi
Epla frissagos eða bleika tomma og jenna safann
— Stefán Pálsson (@stebbipals) October 10, 2018
Gamli góði Sítrónusvalinn
90's sítrónu svalinn ekki þessi endurbætti
— Sverrir Arnór Diego (@SverrirDiego) October 12, 2018
Blár Ópal…Klassík
Blár ópal. Sakna hans ca 1 sinni í viku
— Auður Halldórsdóttir (@Audur_) October 11, 2018
Helga saknar Malta
Malta súkkulaði
— Helga Ólafsdóttir (@helgaolafs) October 11, 2018