Atli Viðar Þorsteinsson varpaði fram skemmtilegri spurningu á Twitter í gær þar sem hann bað notendur samfélagsmiðilsins um að segja frá því hvernig þeir kynntust makanum í einu tísti. Viðbrögðin hafa ekki staðið á sér en hátt í 200 manns hafa sagt sögu sína í skemmtilegum tístum.
Sjá einnig: Fólkið á Twitter fór á kostum við að finna titil á uppskriftarbók: „Stórir strákar fá gráðaost“
Í einu tweeti: Hvernig kynntistu makanum?
— Atli Viðar (@atli_vidar) May 15, 2019
Þráðinn í heild sinni má sjá með því að smella á tíst Atla hér að ofan en hér að neðan má sjá dæmi um stórskemmtilegar sögur sem hafa litið dagsins ljós.
Dóri þetta er Magnea, æskuvinkona Ránar. Í brúðkaupi @BergurEbbi og @RanIngvars
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 16, 2019
Mötsuðum á Tinder, ákváðum deit, ég þurfti að beila af því ég var blind eftir laser. Heyrðumst ekkert meir þá. Ári síðar, fyrir tveimur árum (upp á dag!) addaði hann mér á Facebook og spurði hvort ég vildi enn koma á deit. Varð fljótlega blind af ást, eða, þið vitið.
— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) May 15, 2019
2016: Eitt deit en bæði nýkomin úr samböndum og það var skrýtið.
2017: Hitti hann í ræktinni kl. 7 á mánudagsmorgni og BOOM!
Nú er öll fjölskyldan mín byrjuð í golfi.— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) May 16, 2019
Ég breiddi yfir hana gardínu áður en ég fór. Nú eigum við barn sem að kúkaði í baðið í gær.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 16, 2019
Tinder. Opnunarlínan hans var „Þú varst að matcha við þinn stærsta aðdáanda í Útsvarinu #teamútsvar“
Viku síðar deit með kílói af nammi, náttfötum og horft á Útsvar. Hann flutti inn þá um kvöldið.— margrét erla maack (@mokkilitli) May 15, 2019
Amabadama og Úlfur Úlfur saman á Sjallanum á sunnudeginum um versló. Ég spurði hvort ég mætti taka með þeim viðlagið í Tarantúlur og svo spjölluðum við saman baksviðs restina af kvöldinu. Ætlum að gifta okkur í sumar
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) May 15, 2019
Var send af fyrrverandi kærasta mínum í það mission að fá hann í UVG.
— Una Hildardóttir (@unaballuna) May 15, 2019
Sama hér. Unnum saman, elduðum grátt silfur í marga mánuði þangað til hann fór að reyna við mig. Eitt kvöld á Dollý var ég áreitt og hann bjargaði mér frá einhverjum pabbastrákum, bauð mér í drykk og brosti svo sætt þegar hann spurði hvort hann mætti kyssa mig. Fimm ár síðan ⬇️⬇️ pic.twitter.com/6dEwStEEw2
— Silja Björk (@siljabjorkk) May 15, 2019
Vorum saman í vinnuskólanum og sett tvö saman í að grafa holu. Þá sagði ég, og það voru fyrstu orðin okkar á milli: „Þú ert alveg furðulega lítið sveitt miðað við hvað þú ert feit.“
Ok, þetta var ekki ég heldur sagan af því hvernig hjón sem ég þekki kynntust og varð að koma hér.
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) May 15, 2019
Hann spurði á tinder hvernig ég hefði getað tekið selfí með kengúru?
Þetta var selfie með kind.
Hann var með mynd af sér að spila á saxófón, svo ég hélt hann væri menningarlegur jazzisti
Hann svona rétt spilar, veit 0 um jazz
Barn á leiðinni í dag og allt byggt á blekkingum— Rakel ekki Rachel (@Rakelbjorg) May 15, 2019
Á grískri eyju. Spurði hvort e-n vantaði far í sjálfboðaliðahópi á whatsapp. Pikkaði K upp eldsnemma næsta dag og næstu vikur hjálpuðum við flóttafólki úr bátum yfir í rútur. Erum nýflutt á Blönduós og á leiðinni þangað núna í rútu með fólki sem flúði en fær skjól hér. Smá meyr.
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) May 15, 2019
Hittumst fyrst á leiðtogafundinum 1986. Endurnýjuðum kynnin á Gauk á Stöng ári síðar þegar við fórum að rífast um Kýpurdeiluna.
— Steinunn Björnsd. (@AddaSteina) May 15, 2019
Og hvað höfum við lært?
Þið sem eruð stanslaust að senda myndir af kynfærunum ykkar á stelpur. Takið eftir því að það er enginn sem kynnist makanum sínum þannig.
— Árni Torfason (@arnitorfa) May 16, 2019
Svo margar geggjaðar sögur. Það er líka engin beisik rétt leið, þetta bara gerist. Stundum planað, yfirleitt ekki.
Stundum kúl, yfirleitt ekki. https://t.co/whmDRZajEF— Atli Viðar (@atli_vidar) May 15, 2019