Twitter notandinn Ragnheiður Kristín varpaði fram áhugaverðri spurningu á Twitter í gær en hún vildi fá að heyra hvað væri íslenskasta orðið sem fólki dytti í hug. Sjálf valdi hún orðið norðangarri en margar skemmtilegar uppástungur fylgdu í kjölfarið.
Íslenskasta orð sem þér dettur í hug. Ég skal byrja:
Norðangarri— Ragnheiður Kristín (@heidafinnboga) November 27, 2018
Orð sem tengjast veðurfari voru vinsælar uppástungur og einnig nokkur sem tengjast kynlífi eins og raðfullnæging og kviðmágur. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar uppástungur en hægt er að skoða allan þráðinn með því að ýta á tístið hér að ofan.
Kviðmágur
— Atli Týr Ægisson (@atlityr) November 28, 2018
Vá, þau eru svo mörg! Páskahret, skammdegisþunglyndi, túristagos, kvótakóngur, verðbólgubál, gluggaveður, haustlægðir, jólabókaflóð, kennitöluflakk, hrútskýring, fjallaþrá…
— gummih (@gummih) November 27, 2018
Leðurblaka
— Arnór Bogason (@arnorb) November 28, 2018
Skafrenningur og hundslappadrífa
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) November 27, 2018