Fólkið sem rauf þögnina um kynferðislegt ofbeldi og áreitni er manneskja ársins hjá bandaríska tímaritinu Time.
Time kallar hópinn, sem samanstendur að mestu leyti af konum, „the Silence Breakers“ og í umfjöllun BBC um málið kemur fram að hópurinn sé náskyldur kassamerkinu #MeToo, sem fór á flug eftir að ásakanir á hendur framleiðandans Harvey Weinstein komu upp á yfirborðið.
Samkvæmt Time er kassamerkið aðeins hluti af heildarmyndinni. „Þetta er hraðskreiðasta breyting á samfélaginu sem við höfum sé í áratugi,“ Edward Felsenthal, yfirritstjóri Time.
The Silence Breakers are TIME's Person of the Year 2017 #TIMEPOY https://t.co/mLgNTveY9z pic.twitter.com/GBo9z57RVG
— TIME (@TIME) December 6, 2017
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í öðru sæti í valinu. Time hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927.