Ferðavefurinn Wendy Perrin birtir á dögunum 20 ástæður fyrir því að fólk ætti að fara til Íslands ásamt einni ástæðu fyrir því að fólk ætti ekki að fara.
Ástæðan fyrir því að fólk er kannski ekki til í að fara til Íslands er sú að Íslendingar veiða hval, samkvæmt ljósmyndaranum Timothy Baker.
„Í hvalaskoðunarferð frá Reykjavík sáum við eina lifandi langreyði og tvær dauðar,“ segir Baker.
Tvær langreyðar höfðu verið drepnir af hvalveiðiskipi á sama stað og við vorum að fara að skoða. Íslendingar flytja hvalkjöt til Japans.
Timothy Baker starfaði áður hjá The New York Times og Associated Press en tekur nú myndir fyrir vef konu sinnar, Wendy Perrin.
Vefur Perrin er afar virtur í heimi ferðamennskunnar en hún starfaði áður sem yfirmaður hjá Condé Nast Traveler. Perrin hefur ferðast víða um heim og haldið fyrirlestra í Harvard, á skemmtiferðaskipum og meira að segja hjá Sameinuðu þjóðunum.
Þá hefur hún komið fram í sjónvarpsþáttum á borð við Today Show og Good Morning America og talað um ferðalög og ferðamennsku.